113990 01
Bi3849 Rgb Elvita Spis CCS4723V
113990 03
113990 01
Bi3849 Rgb Elvita Spis CCS4723V
113990 03
Upplýsingar um vöru

Extra breið eldavél með hraðhita helluborði og blástursofni

Elvita CCS4740V  er 70 cm breið eldavél með hraðhita helluborði, blástursofni og 400V tengi. Eldavélin hefur stillanlega hæð frá 85-94 cm.

Blástursofn með hraðforhitun

Ofninn hefur blástursstillingu, tvöfalt grill; stórt + lítið og rúmar 70 lítra. Mögulegt að elda máltíðir á fjórum hæðum á sama tíma með blásturskerfi.

Fljótlegt að forhita ofninnn með Fast Preheat, nær 200 °C á 7 mínútum

Hraðhita helluborð

Svæðin hitna hratt þó að eldavélin sé ekki með spanhelluborði. High-Light svæðin eru skilvirk og nota minni orku með styttri kveikjutíma en hefðbundin keramikhelluborð. Hitavörn svo þú ættir ekki að brenna þig. Afgangshitann er hægt að nota til að halda hita á matnum.

Öruggt og stöðugt

Kæliviftan kælir stjórnborð og eldavélina að utan. Þegar ofninn er í gangi er kæliviftan virk. Ofninn er með stöðugri ofnhurð. Þegar hurðin er opnuð meðan á eldunarferlinu stendur er vifta og ofnhitun óvirkjuð með rofa. Þegar hurðinni er lokað eru hitarar virkjaðir aftur með rofunum.

Auðvelt þrif

Hnappana á eldavélinni má auðveldlega fjarlægja og setja í uppþvottavél. Þökk sé Water Clean er auðvelt að þrífa ofninn. Þú stillir einfaldlega á Water Clean og hellir 0,6 lítrum af vatni á bökunarplötu og stingur inn neðst í ofninn. Eftir 30 mínútur er auðvelt að þurrka matarleifarnar af með rökum klút vegna enamelhúðunar á ofnfletinum. Ofnhurðina má taka af svo einnig sé auðvelt að þrífa hana.

Aukahlutir

Eldavélinni fylgja tvær ofnplötur, ein grillgrind og 7 cm djúp bökunarplata.
Plöturnar má auðveldlega geyma í útdraganlegri skúffu undir ofninum.
Eldavélin er afhent með norrænum sökkul að aftan sem inniheldur perilex tengi og 1,5 metra kapal.