ELVITA ÍSMOLAVÉL CIM3703X
• Stórir eða litlir ísmolar
• 70 ísmolar á klukkustund
• Auðvelt að færa til
• Auðvelt að þrífa
Fyrir ískalda drykki
Þú þarft aldrei aftur að hafa áhyggjur af því að eiga ekki til ísmola, ef þú átt Elvita ísmolavél. Vélin er aðeins nokkrar mínútur að græja nýja ísmola, en hún getur fryst 70 ísmola á klukkustund.
Skjár
Kveiktu á ísmolavélinni einfaldlega með því að smella á hnapp efst á vélinni, en þú sérð skýrt á skjánum ef það vantar vatn í vélina eða of mikið af ísmolum er í hólfinu. Þú getur valið tvær mismunandi stærðir á ísmolunum.
Nett hönnun
Ísmolavélin er í fallegu ryðfríu stáli og passar vel hvar sem er. Taktu hana með í fríið, hvort sem þú ert að fara í bústað eða í útilegu. Þú þarft bara að hafa aðgengi að innstungu til að stinga vélinni í samband og þá er ekkert mál að græja klaka í drykkina.