Elvita Loftsteikingarpottur CLF5520S
-
Hollari steiking án olíu
-
Stærð: 0.8 kg / allt að 3 skammtar
-
Klst. 0-60 mínútur
-
8 sjálfvirk kerfi
-
Gaumljós þegar maturinn er klár
Upplýsingar um vöru
Hollari steiking með heitu lofti
Elvita CLF5520S er loftsteikingarpottur sem fæst í svörtu. Tækifæri til þess að steikja á hollari máta án olíu. Loftsteikingarpotturinn dreifir heitu lofti á miklum hraða um pottinn sem gerir hann að eins konar blástursofni með efra grilli. Með þessum eiginleikum kynnist þú nýjum leiðum til þess að elda. Potturinn rúmar allt að 0,8 kg/ca. 3 skammta og hitar matinn frá öllum áttum.
Stafrænt stjórnborð
Þú getur breytt stillingum í gegnum stafrænt stjórnborð. Þú getur valið á milli 8 mismunandi sjálfvirkra kerfa eða þú getur stillt viðeigandi tíma handvirkt í 0-60 mínútur. Loftsteikingarpotturinn lætur vita þegar maturinn er tilbúinn.